| Hafir þú áhuga á að bæta við
		  léni með sérstöfum er ekkert því til fyrirstöðu
		  lengur. Isnic er með sérstakt
		  tilboð til þeirra sem eiga lén sem passa við samsvarandi lén
		  með sérstöfum. Ath. að hugbúnaður gesta þarf að umrita
		  nafn lénsins þannig að ekki er sjálfgefið að hægt sé
		  að slá þessi lén inn hvar sem er.
		  Dæmi: http://www.íkon.is umritast sem xn--kon-qma.is. 
 Ef fyrri hlekkurinn virkar hjá þér ertu með þær viðbætur í
stýrikerfinu/vafranum sem þarf til að umrita sérstafa lén. Firefox
vafrinn er með þessari umritun innbyggðri en IE þarf sérstaka viðbót
sem þarf að hlaða niður af vef Microsoft.  Eftirfarandi er tilvitnun í texta á vef isnic.is: "Notkun léna með sérstöfum Það
er alfarið á ábyrgð notenda og forrita þeirra að umrita lénnafnið
veiðihundar.is í xn--veiihundar-k9a.is áður en uppfletting í
lénnafnakerfi netsins fer fram. Þessi umritun er ekki komin í allan
hugbúnað sem notaður er. Þess vegna er notkun léna sem innihalda
sérstafi enn mjög takmörkuð. Þó nokkrir vafrar hafi þegar þessa umritun
þá vantar enn stuðning við notkun léna með sérstafi í netföng í flestan
hugbúnað. Ekki er vitað hvenær fullur stuðningur við lén með sérstafi
kemur í almennan hugbúnað. "Athygli er vakin á að lén sem innihalda sérstafi hafa enn sem komið er
mjög takmörkuð not. Ástæðun má rekja til þess að lén með sérstafi eru
ekki skráð á sama hátt í lénnafnakerfi netsins (DNS) og lén án
sérstafa. T.d. er lénið veiðihundar.is skráð í lénnafnakerfið sem
xn--veiihundar-k9a.is. Hér er um að ræða svokallaða ACE umritun lénsins
veiðihundar.is. Lénið veiðihundar.is er aðeins þekkt sem lénið
xn--veiihundar-k9a.is í lénnafnakerfi netsins.
     |