Silfrið hentar best fyrir þá sem þurfa mikið pláss fyrir einn vef eða eru með marga litla vefi undir sinni stjórn. Bæta má við Silfur plús (4GB) fari plássleysi að segja til sín.Allir kostir grunnhýsingarinnar er hér til staðar (sjá í lýsingu
grunnhýsingar) en án takmarka á fjölda netfanga, undirléna eða annars.
Einu takmörkin eru plássið en hægt er að koma fyrir töluverðu af
forritum og gögnum í 4GB. Bandvíddin er 60GB en ef vefurinn verður
svo vinsæll að ná þar upp eru menn í góðum málum vinsældarlega séð.
Fram að þessu eru hæstu tölur vinsælustu heimasíðnanna um 3% af
þessu.
Eins og í grunnhýsingunni geta menn boðið upp á ftp þjónustu frá vefsvæðinu, framsendingu
netfanga, mörg netföng send á eitt og einnig eitt netfang sent á marga og svo póstlistana (Mailman).
Lénsherrann hefur mikla stjórn á vefsvæðinu í gegn um
cpanel
stjórnborðið og getur stofnað ný lén og undirlén. Lénin geta vísað á
sér vefi (Add On) eða mörg vísað á sama vefinn (Parked). Með File
Manager (í cpanel) má sækja skrár, flytja til og opna zip pakkaðar
skrár. Einnig er hægt með File Manager að breyta skrám beint á
vefsvæðinu. Vissulega er einnig hægt að sækja og senda skrár til og frá
vefsvæðinu með ftp og í cpanel er hægt að stofna ftp notendur að vild,
hvern með sýnar aðgangsheimildir.
Notendur þjónustunnar hafa hrósað mjög þeim sveigjanleika og stjórn sem þeir hafa.
Í gagnamiðstöðinni þar sem vefþjónarnir eru vistaðir er tekið daglegt
afrit af öllum gögnum en vefþjónarnir eru með speglaða geymslumiðla sem
minnkar verulega líkurnar á að grípa þurfi nokkurtíman til
afritsins. Gagnamiðstöðvarnar eru með mikla öryggisgæslu og eldvarnir.
Uppitími netsins er næstumþví gulltryggt í 100% (ath. ekki sama og
uppitími vefþjóns). Við höfum vefþjónana okkar 100% fyrir okkar
viðskiptavini sem gerir okkur óháða vefkeyrslum annarra.
Setja í körfu Aftur í vörulista