Villa
Pósthólfum umbreytt Prentvæn útgáfa

23. september 2007 uppfærðum við öll pósthólf hjá viðskiptavinum yfir í svokallað maildir form úr mbox. Þessi breyting þýðir að póstur verður öruggari en áður í geymslu og svörun ætti að verða betri hvað varðar að sækja póst og viðtöku á pósti. Ákveðin hraða takmörk voru áður vegna geymsluformsins en þau verða úr sögunni með þessari breytingu. Við höfum ekki fengið fréttir af alvarlegum hliðarverkunum en hliðarverkunum þó. Möppur í Squirrelmail hurfu út hjá sumum en það reyndist auðvelt að laga og segjum við hér frá hvernig það er gert.
 

Hliðarverkun lýsir sér í því að þegar Squirrel mail er opnað sjást ekki möppur lengur sem geymdu flokkun tölvupósts. Mjög einfalt er að laga þetta með því að fara í "Möppur" (folders) valmöguleikann, og skoða listana neðst á síðunni. Annar listinn inniheldur möppunöfn en hinn ekki. Velja þarf möppunöfnin í listanum og velja "Setja í áskrift" (Subscribe) og vista svo breytingarnar. Til að sjá afleiðingarnar þarf svo að ferska upp vefsíðuna (refresh).