Forsíða
Hvers vegna Joomla / Mambo ? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Vefumsjónarkerfi verða æ vinsælli hjá lénsherrum internetsins. Þau auðvelda mjög innsetningu/uppfærslu á efni og ekki þarf sérþekkingu í vefsíðugerð til að nota þau. Við höfum nú notað sjálfir og sett upp fyrir viðskiptavini Joomla og Mambo vefumsjónarkerfi í nokkur ár. Áreiðanleiki og sveigjanleiki þessarar kerfa færir þau höfuð og herðar yfir flest önnur kerfi í gæðum.

Það sem við erum þó hrifnastir af er að tæknileg útfærsla er mjög skynsamleg og auðveldar mjög viðhald og breytingar. Kjarni kerfisins er aðskilinn frá viðbótum sem notendur kunna að hafa sett inn en innihald og útlit eru hvoru um sig einnig hadlið sér. Innihaldið fer allt í gagnagrunn, útlitið er í sérstakri möppu og viðbætur forritara eru á sér stað. Þannig er kjarni kerfisins alltaf hreinn og klár. Uppfærslur eru því mjög áreiðanlegar.

Ekki skaðar vinsældir þessarar kerfa að þau eru ókeypis. Þeir sem sétja sín kerfi upp sjálfir geta því sparað sér umtalsverða fjármuni en meirihluti lénsherra lætur fagmenn um uppsetninguna. Við tökum t.d. kr. 9.960 fyrir grunn-uppsetningu en full aðlögun á skapalóni getur kostað frá 40.000 í mörg hundruð þúsund eftir því hversu mikið á að gera.