Forsíða Spurt og svarað (FAQ) Af hverju ótakmörkuð lén?
Af hverju ótakmörkuð lén? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Ég er með tölvuert af video- og hljóðefni á einum vefnum svo mér líst vel á 4GB silfurpakkann. Ég las á vefnum ykkar að þið tækjuð ekkert aukalega fyrir hýsingu á léni - en einhvers staðar hljóta mörkin að liggja varðandi hversu mörg lén maður getur haft hjá ykkur?

 

Mörkin á fjölda léna liggja í buddu viðskiptavina okkar en kostnaður þeirra er nægur þó við gerum þeim ekki erfiðara fyrir með því að okra á því sem kostar okkur ekkert. Fjöldi léna hefur nánast engin áhrif á afköst veþjóna heldur er það fyrst og fremst vinsældir þeirra heimasíðna sem vistaðar eru. Flestir okkar viðskiptavina eru á innanlandsmarkaði og álag því lítið í stærra samhengi. Vélbúnaður okkar er þó mjög afkastamikill og langt yfir því sem við þurfum strangt til tekið.