Forsíða Spurt og svarað (FAQ) Nafnaþjónar okkar - DNS
Nafnaþjónar (DNS) Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Lénum sem eru í vefhýsingu hjá okkur skal vísa á eftirfarandi nafnaþjóna:


ns1.vefhysing.com

 

ns2.vefhysing.com

 

Um nafnaþjóna

Segja má að nafnaþjónar séu hinar rafrænu "símaskrár" internetsins en í stað símanúmera er haldið utan um svokallaðar IP tölur. Þegar þú slærð inn veffang (Internet address) í vafran þinn (browser) flettir tölvan þín sjálfkrafa upp í þeim nafnaþjónum sem hún hefur verið stillt á.

Þeir nafnaþjónar fletta upp í öðrum nafnaþjónum og svo koll af kolli þar til heimanúmer (IP tala) viðkomandi veffangs hefur fundist. Þetta gerist allt í bakgrunninum á miklum hraða og við verðum oftast nær lítið vör við þetta rafræna puð. Þegar þú stofnar lén er aðal málið að koma léninu á skrá í þessum rafrænu "símaskrám" Internetsins. Þegar tölvan þín hefur fengið IP tölu tiltekins léns, geymir hún númerið hjá sér í nokkrar klukkustundir svo hún þurfi ekki að spyrja um það í hvert skipti. Ef lén er flutt yfir á aðra IP tölu getur tekið allt að 48 klst fyrir breytinguna að "smitast" um allt Internetið því milljónir tölva gera einmitt það sama og þín tölva og geyma IP tölur léna í tiltekinn tíma frá því veffanginu var síðast flett upp.