Forsíða Uppsetning á tölvupósti Ruslpóstur (SPAM)
Ruslpóstur
Ruslpóstur drepinn Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Bæði orðin í fyrirsögninni tengjast hryllingi í huga okkar flestra í nánast öllu öðru samhengi. En þegar þau standa saman eru þau fagnaðarefni jafnvel grandvörustu einstaklingum. 

Nánar...
 
Hver sendir þér ruslpóst? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Ef þú færð ruslpóst að því er virðist frá vinum þínum eða tilteknum netföngum sem þú getur rakið til t.d. íslenskra léna / vefsíðna er ekki þar með sagt að viðkomandi sé ábyrgur fyrir sendingunni. Gerðu sjálfum þér greiða og slepptu því að hella þér yfir mann og annan af slíku tilfefni. Ef að líkum lætur værirðu að skammast í blásaklausu fólki. Fyrir alla muni láttu einnig vera að senda viðkomandi athugasemdir um vírusvarnir því þær eru engin trygging gegn misnotkun óprúttina aðila á netföngum fólks.

Nánar...
 
Spam Assassin Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

arrowlogo.pngRuslpóstsían Spam Assassin er eins og nafnið gefur til kynna vægðarlaus við ruslpóstinn. Ýmsir möguleikar bjóðast í uppsetningu þessarar þjónustu en allar stillingar fara fram í gegn um stjórnborðið (cpanel - sjá Spam Assassin undir E-Mail hlutanum).

Nánar...
 
Ruslpósti hafnað Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Stjórnborðið (cPanel) gefur okkur þann kost að hreinlega hafna ruslpósti og hleypa honum aldrei í pósthólfið þitt. Þeir sem senda póstinn fá því höfnun til baka og hafa ástæðu til að fjarlægja viðkomandi netfang af póstlistanum.
Nánar...
 
Ruslpóstvarnir í heimasíðu Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Hefurðu velt fyrir þér hvernig þeir sem senda ruslpóst hafa komist yfir netföngin þín? Það eru nokkrir stórir lekar á vefnum sem margir eru varnarlausir fyrir... nema þeir hafi eftirfarandi upplýsingar. Ruslpóstþrjótarnir nota sérstök kerfi sem eru ýmist kölluð crawlers eða robots og við skulum kalla netfangara. Þau kemba netsíður um allt internetið og uppskeran er hundruð þúsunda netfanga á nokkrum dögum. Netföngin eru svo seld aftur og aftur, milljónir ruslpósta eru sendir út og þrjótarnir hagnast vel á því að selja misvitrum þjónustuna.

Nánar...