Forsíða Hjálp og hjálpartól Ruslpóstur (SPAM) Ruslpóstvarnir í heimasíðu
Ruslpóstvarnir í heimasíðu Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Hefurðu velt fyrir þér hvernig þeir sem senda ruslpóst hafa komist yfir netföngin þín? Það eru nokkrir stórir lekar á vefnum sem margir eru varnarlausir fyrir... nema þeir hafi eftirfarandi upplýsingar. Ruslpóstþrjótarnir nota sérstök kerfi sem eru ýmist kölluð crawlers eða robots og við skulum kalla netfangara. Þau kemba netsíður um allt internetið og uppskeran er hundruð þúsunda netfanga á nokkrum dögum. Netföngin eru svo seld aftur og aftur, milljónir ruslpósta eru sendir út og þrjótarnir hagnast vel á því að selja misvitrum þjónustuna.

Vegna ofangreinds er birting netfanga starfsmanna á vefsíðum fyrirtækisins ávísun á ruslpóst. En það er hægt að birta netföngin fyrir venjulega gesti án þess að netfangararnir verði þeirra varir. Einfaldasta aðferðin er að birta netföngin á myndrænu formi. Það væri mjög óhagkvæmt þ.e. tímafrekt fyrir netfangara að reyna að lesa netföng úr myndum og því nokkuð öruggt að þeir reyna það ekki. En þessi aðferð útilokar að hægt sé að vera með smellanlegan hlekk sem opnar póstforritið með netfanginu tilbúnu. Þ.e.a.s notkun á mailto með slíkri mynd gerir hana í raun gagnlausa.

Önnur aðferð er að nota eitthvað annað tákn í stað @ merkisins. Sumir nota t.d. (att) eða (hjá) ofl. slíkt sem er auðskilið mannsauganu en ólíklegra að netfangarinn sé forritaður fyrir slíku. Sami galli hér varðandi mailto lykilorðið í href.

Enn ein aðferðin er að nota ascii númer @ merkisins (svona @) og jafnvel setja alla slóðina inn með ascii kóðum eða hexadesimal kóðum. Netfangarar geta þó verið forritaðir til að þýða slíkt sjálfkrafa án mikillar fyrirhafnar.

Öruggasta aðferðin er að nota javascript forrit til að setja saman netfangið í vafranum. Netfangarar eru nokkuð öruggleg ekki svo þróaðir ennþá að þeir sæki javascriptur og keyri föll í þeim til að sjá útkomuna. Það væri alltof tímafrekt og þar með óhaghvæmt.

Eftirfarandi er javascript fall (function) sem setur saman smellanlegt netfang á vefsíðunni en netfangarinn fær ónothæft netfang í veiðarfærin ef hann fær eitthvað.

 

function mailToo(pMail1,pMail2,pMail3,pMail4,pDisplay) {
var vAddress;
var vDisplay;
vAddress = pMail1 + pMail2 + '@' + pMail3 + pMail4;
vDisplay = pDisplay;
if (vDisplay.length == 0) {
vDisplay = vAddress;
}
document.write('<a href=mailto:' + vAddress + '>' + vDisplay + '</a>');
}

 

Ofangreint fall má setja beint á vefsíðun innan javascript taga:

<script language="javascript" type="text/javascript" >hér </script>

Eða geyma í sér skrá og sækja frá öllum vefsíðum sem þurfa á fallinu að halda:

<script language="javascript" type="text/javascript" src="/...slóð.../mailToo.js"></script>

Kallað er á fallið t.d. svona:

<script language="javascript" type="text/javascript">
mailToo('VEFH','YSING','ED','AL.NET','');
</script>

Vefhönnuður getur leikið sér með ofangreint fall og gert ýmislegt fleira til að rugla netfangarana í rýminu. Ekkert er að því að henda svo sem eins og nokkrum skiptilyklum í tannhjólaverkið á netföngurunum með því að lauma eftirfarandi inn á síðurnar.


<a href="mailto:jerk@íklj.com"> </a>
<a href="mailto:jerk@áðwer.com"> </a>
<a href="mailto:abc@Ððoiu.eu"> </a>
<a href="mailto:jerk@óÓpp.tv"> </a>
<a href="mailto:abc@Úúzz.com"> </a>
<a href="mailto:jerk@Ýýoo.us"> </a>
<a href="mailto:abc@Þþ.dk"> </a>
<a href="mailto:jerk@Æækl.biz"> </a>
<a href="mailto:abc@Ööer.net"> </a>
<a href="mailto:jerk@duh@.net"> </a>

 

Gestir vefsíðnanna sjá ekki ofangreint og verða aldrei varir við það nema þeir leiti sérstaklega eftir því og skoði "undir húddið" ef svo má segja. En netfangararnir tína ofangreint upp og eitthvað af þessum netföngum enda í sendingum. Séríslensku stafirnir og broddstafirnir geta valdið usla í póstþjónum sendandans. Þú getur notað ímyndunaraflið til að búa til fleiri afbrigði og þú getur verið viss um að enginn skaðast af þessu nema hugsanlega þeir sem ætla að hagnast óheiðarlega af heimasíðunni þinni.