Forsíða Hjálp og hjálpartól Ruslpóstur (SPAM) Hver sendir þér ruslpóst?
Hver sendir þér ruslpóst? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Ef þú færð ruslpóst að því er virðist frá vinum þínum eða tilteknum netföngum sem þú getur rakið til t.d. íslenskra léna / vefsíðna er ekki þar með sagt að viðkomandi sé ábyrgur fyrir sendingunni. Gerðu sjálfum þér greiða og slepptu því að hella þér yfir mann og annan af slíku tilfefni. Ef að líkum lætur værirðu að skammast í blásaklausu fólki. Fyrir alla muni láttu einnig vera að senda viðkomandi athugasemdir um vírusvarnir því þær eru engin trygging gegn misnotkun óprúttina aðila á netföngum fólks.

Ofangreint er algeng aðferð tölvuskúrka til að plata ruslpóstvarnir þ.e.a.s. fölsun netfangs sendanda til að gera póstinn líklegri til að sleppa í gegn um ruslpóstvarnir og einnig að viðtakandi lesi póstinn. Til að draga úr líkum á að fá svona póst er best að gæta að sér varðandi birtingu netfanga á heimasíðum (sjá hér).

Megin uppspretta netfanga fyrir tölvuskúrka er vefsíður fólks. Það er með ólíkindum hvað vefsmiðir eru ómeðvitaðir um þetta og kærulausir með birtingu netfanga. Ofangreindur hlekkur vísar á grein hjá okkur sem hjálpar fólki að sjá við netföngurunum.