Forsíða Fréttir Hýsum Joomlís
Hýsum Joomlís

Í janúar 2009 sóttust Joomlis eftir að hýsa vef sinn joomlis.net hjá okkur. Joomlis hefur fengist við þýðingar á Joomla vefumsjónarkerfinu yfir á íslensku. Hýsing vefsins er því okkar framlag til framgangs þessa frjálsa vefumsjónarkerfis sem viðskiptavinir okkar hafa svo miklar mætur á. Joomla er opinn og frjáls hugbúnaður (open source) og því lítum við einnig á þetta sem okkar framlag til alheimssamfélags um frjálsan hugbúnað (sjá meira um frjálsan hugbúnað og stafrænt frelsi hér)