Forsíða Uppsetning á tölvupósti Exchange póstþjónar
Exchange póstþjónar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Mörg fyrirtæki nota Microsoft Exchange tölvupóstþjóna til að halda utan um allan tölvupóst. Exchange er mjög öflugt kerfi sem gerir félögum mögulegt að geyma allan póst miðlægt og hafa aðgang að honum með vefviðmóti og fleira. Exchange er í raun hópvinnukerfi og þó margt megi finna að því er það eitt það öflugasta sem völ er á. Þeir sem eru með lén og vefhýsingu hjá okkur geta fengið öllum pósti vísað á Exchange póstþjóninn sinn. Þeir geta jafnframt vistað póstinn á vefsvæðinu sínu hjá okkur þannig að ef bilanir koma upp á eigin póstþjón komast menn í afrit hjá okkur á meðan.