Forsíða Engin skuldbinding
Viltu flytja? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

moving.gifVið erum atvinnumenn og ætlumst ekki til skýringa á afpöntun hýsingar hjá okkur (en þiggjum að sjálfsögðu skýringar standi þær til boða því það getur hjálpað okkur að bæta þjónustuna). Við störfum í anda Internetsins sem er opnir staðlar og frjálst flæði og setjum því engar kvaðir utan þess að hýsingu er lokað næstu mánaðarmótum eftir uppsögn nema óskað sé frekari frests og að uppsögn komi helst með tölvupósti (gott vegna rekjanleika).

Mánuðirnir sem á eftir koma eru endurgreiddir hafi þeir þá þegar verið greiddir. Viðskiptavinurinn getur tekið afrit af öllum gögnum vefsvæðisins til sín fyrir uppsögn í gegn um stjórnborðið en hafi hann ekki þekkingu, tíma eða aðstöðu til að sækja afritið getum við séð um það gegn hóflegri þóknun ásamt flutningi lénsins ofl. Það er nauðsynlegt að undirbúa flutning léna, veflausna, netfanga o.s.frv. vel og vandlega með nokkrum fyrirvara til þess að tryggja að allt gengi vel fyrir sig.

Áskrift fyrir vefhýsingu er greidd fyrirfram 3 mánuði í senn nema um annað sé samið en gjöld fyrir aðra þjónustu er oftast nær greidd eftir á, samkvæmt nánara samkomulagi. Kaup á lénum þarf að greiða fyrirfram og einnig uppsetningar á vefumsjónarkerfum.

Samkeppnisaðilar okkar eru margir bæði á Íslandi og annarstaðar og það er enginn afsláttur af samkeppninni í þessari grein og enginn pilsfaldur að hlaupa undir. Við verðum bara að standa okkur og bjóða meira fyrir peninginn en aðrir.