Forsíða Meira öryggi
Öryggi í fyrirrúmi Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Hve örugg er þjónustan?

  • Vöktun: Vefþjónarnir okkar eru vaktaðir 24 tíma sólahrings, allan ársins hring.
  • Speglun: Vefþjónarnir eru með speglaða harða diska sem minnkar líkurnar á gagnatapi vegna diskadauða um 99,9% þar sem ólíklegt er að tveir diskar bili á sama tíma.
  • Afritun: Fer fram á hverjum degi, að jafnaði eru til 3 afrit frá mismunandi dögum, elsta afritið getur mest verið 30 daga gamalt en yngst 3 daga (eitt afritið er yfirskrifað á 30 daga fresti, eitt á 7 daga fresti og eitt daglega). Jafnvel þó ekkert bili gera eigendur vefsetra stundum mistök og tína skrám og biðja þá um að við endurheimtum tiltekna skrá eða jafnvel að allt vefsvæðið sé endurheimt.
  • Tölvuþrjótar: Við fylgjumst með og uppfærum kerfisskrár og eldveggi í samræmi við ráðgjöf framleiðenda. Einnig fylgjumst við með nýjustu fréttum af tölvuþrjótum og lokum á hugsanlegar glufur.

Það er daglegt brauð að tölvuþrjótar reyni að brjótast inn á vefþjóna til að misnota þá á einn eða annan veg. Enginn aðilli á internetinu er undanþeginn slíkum árásum. Við verjumst árásunum eins og kostur er og höfum hingað til alltaf séð við þessum aðilum.

 Þar sem viðskiptavinir okkar setja margir hverjir upp hugbúnað frá þriðja aðila eða eigin forrit er mikilvægt að vefsetrin séu einangruð hvert frá öðru. Þetta er tryggt með því að leyfa engan aðgang, hvorki forritum eða öðru, ofan við heimasvæði hvers og eins.