Forsíða Greiðsluupplýsingar
Greiðsluupplýsingar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Áður en reikningsyfirlit eru send út hafa viðskiptavinir í flestum tilfellum fengið rafrænan greiðsluseðil inn á heimabankann sinn. Vinsamlegast greiðið eftirstöðvar með greiðsluseðlinum. Að svo stöddu erum við ekki komnir með sérstakt innsláttarform fyrir greiðslukort á nýja vefsvæðinu en vanda verður sérstaklega til verksins öryggisins vegna.

Vinsamlegast ath. að vanskil eru send Premium Kredit til innheimtu.

Greiða má hýsingargjöldin beint inn á bankareikning okkar:
1110-26-1819 kt. 510288-1819 (Íkon ehf.)

eða

nota greiðslukort: Öruggt innsláttarform fyrir greiðslukortaupplýsingar

eða

 

PayPal greiðsla

 

Ef þú dvelur erlendis og þarft að láta þarlendan banka senda greiðsluna þá ættu eftirfarandi upplýsingar að hjálpa:
SWIFT : BUISISRE (Swift kóði KB Banka)
IBAN: IS48 0303 2601 6963 5102 8818 19
(IBAN númer bankareiknings Íkon ehf.)
Vefsíða KB Banka (ef þörf er á heimilisfangi eða öðrum upplýsingum en við erum hjá Austurbæjar útibúi 0303)

GREIÐSLUSKILMÁLAR

Staðfesting
Til að staðfesta pöntun á vefhýsingu skal greiða því sem nemur einum mánuði eða meira inn á ofangreindan bankareikning. Viðskiptavinir fá sendan reikning um hæl fyrir hýsingargjöldum sem nema því sem eftir er af yfirstandandi hýsingartímabili eða reikningur berst með eftirstöðvum hýsingartímabils auk næsta tímabils. Greiða þarf þann reikning innan þess mánaðar sem hann er dagsettur.

Greiðslutímabil
Viðskiptavinir sem greiða beint inn á bankareikning fá reikning á þriggja mánaða fresti og greiða fyrir 3 mánuði í senn. Tímabilin eru 1. janúar - mars, 2. apríl - júní, 3. júlí - september og 4. október - desember. Vefhýsingin skal ávallt greiðast fyrirfram fyrir hvert tímabil. Hafi greiðsla ekki borist fyrir 10. dag hýsingartímabils getur eigandi vefsins reiknað með lokun hans án frekari fyrirvara. Berist pöntun á höfnu tímabili greiðir viðskiptavinurinn staðfestingu eins og að ofan greinir og síðan eftirstöðvar fyrir hafið tímabil þegar reikningur berst, ef einhverjar eru.

Boðgreiðslur
Viðskiptavinir sem greiða með boðgreiðslum Visa eða Euro eru skuldfærðir mánaðarlega. Gefnir eru út reikningar á þriggja mánaða, sex eða tólf mánaða tímabil eftir tilefni og/eða óskum korthafa. Ef viðskiptavinurinn afpantar hýsingu eru eftirstöðvar ársins kreditfærðar og boðgreiðslur stöðvaðar.

Vinsamlegast ath. að vanskil eru send Premium Kredit til innheimtu.

Nánar um skilmála hýsingar