Forsíða Meira fyrir peninginn
Meira fyrir peninginn

Hátt virði fyrir peninginn er kappsmál okkar. Þess vegna gefum við viðskiptavinum okkar aðgang að stjórnborði með ótal möguleikum til að stýra vefhýsingunni sjálfur og halda kostnaði niðri. Aðgangur að gagnagrunnum, fleiri netföngum og auka vefföngum er hvað okkur varðar ekki ástæða til að "mjólka kúnnan". Aðeins ef við þurfum að leggja til tíma við uppsetningar á ofangreindu er viðskiptavinurinn gjaldfærður og þá aðeins í það skiptið. Keppinautar okkar nota ofangreindar þarfir til að hækka mánaðargjöldin. Það er aðeins plássið sem notað er sem hefur áhrif á kostnað okkar og þar með verðið til viðskiptavinanna. Eftirfarandi eru þau atriði sem fylgja með í pökkunum og hvetjum við væntanlega viðskiptavini til að kynna sér.Ótakmörkuð netföng Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Lénsherran getur sett upp eins mörg netföng og pláss leyfir. Hann þarf ekki að hafa áhyggjur af því að rekast á eitthvert þak hvað fjölda starfsmanna eða samstarfsmanna varðar. Eigendur netfanga hafa aðgang að tölvupóstinum í gegn um vefviðmót eða þeir geta sótt póstinn með Outlook eða öðrum vinsælum póstviðmótum.

Nánar...
 
Ótakmörkuð lén Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

Auk ótakmarkaðra netfanga setjum við engin takmörk á fjölda léna sem lénsherrar okkar tengja vefsvæðum sínum. Lénin geta vísað á sér vefsíður innan hýsingarinnar eða mörg á sömu vefsíðurnar.

Við höfum haft sérstöðu hvað þetta varðar af íslensku hýsingaraðilunum og vorum þeir fyrstu til að bjóða viðskiptavinum okkar þetta frelsi. Fyrir viðskiptavini okkar er gott til þess að vita að hýsingaraðilinn takmarki þá ekki hvað þetta varðar því í markaðsetningu á internetinu þarf stundum að kaupa tugi léna til að ná árangri með tiltekna vefsíðu. Lénin kosta nóg samt.

 
Ótakmarkaðir mySql grunnar Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Þegar vefmeistarar eru að vinna með gagnagrunnstengda vefi er bráðnauðsynlegt að geta afrita grunna vegna prófana eða annars og að hvert kerfi sem keyrt er á vefsvæði hafi sinn eigin grunn. Af þessari ástæðu hafa margir vefhönnuðir valið okkur sem vistunaraðila fyrir sína vefi. Það er einfalt að stofna gagnagrunna og notendur í gegn um stjórnborðið (cpanel) og meðhöndla gögnin svo í mySql Admin. Þessi tól gefa fullt vald yfir eigin gagnagrunnum.