Forsíða Spurt og svarað (FAQ) Hvar er hýsingin?
Hvar er vefhýsingin? Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst

"Verð hjá ykkur er áberandi lægra en annars staðar, er það vegna þessa að vefirnir eru hýstir í Bandaríkjunum?

 

Það er rétt að vefþjónarnir okkar eru hýstir í gagnamiðstöð í Bandaríkjunum (BNA), nánar tiltekið í Virginíu fylki. Við vorum marga mánuði að leita og prófa gagnamiðstöðvar áður en núverandi aðilar urðu fyrir valinu (margir duttu af listanum áður er þessir stóðu einir eftir). Ákvörðunin var byggð á rafrænum svartíma (latency), svartíma tækniþjónustu, öryggismálum og umgjörð þeirra (nákvæm staðsetning gagnamiðstöðvarinnar er t.d. ekki gefin upp), afritunarþjónusta (dagleg), staða í goggunarröð á Interneti (við erum með það sem kallast Tier1 tengingu en það er í raun við rótina á megin umferðarhnútum netsins), verð miðað við gæði (alls ekki ódýrasta þjónustan en við fáum mikið fyrir peninginn og það endurspeglast til viðskiptavina okkar).