Forsíða Fréttir Við opnum nýja heimasíðu
Við opnum nýja heimasíðu

Nýr vefur edal.net fór í loftið 27. apríl 2007. Vefurinn sem þú ert að skoða er gerður í hinu margverðlaunaða Joomla vefumsjónarkerfi. Vefurinn var hannaður og uppsettur af starfsfólki Ráðgjöf.net en þeir sérhæfa sig í markaðsetningu á vefnum. Heimasíður eru breytileg fyrirbæri og þessi vefur verður væntanlega engin undantekning. Fyrstu vikunar eftir opnun erum við að fínstilla ýmislegt og prófa og má því búast við að sjá "óvenjulegar" uppraðanir/framsetningar í augnablik og augnablik. Þeir sem hitta á slíkt eru beðnir velvirðingar og beðnir um að endruhlaða síðunni (refresh) þar til hún kemur "eðlilega" fyrir sjónir.

Sumir vafrar eða samspil stýrikerfa og vafra kunna að birta síðuna í öðru ljósi en ætlast er til og biðjum við gesti okkar að tilkynna okkur um það ef þeir koma auga á slík frávik. Villupúkinn vill líka stundum laumast í textann hjá okkur sem öðrum og þiggjum við með þökkum allar ábendingar hvað það varðar einnig. Að sjálfsögðu erum við einnig opnir fyrir öllum ábendingum varðandi betrumbætur vefsíðunnar og þjónustunnar.

Þar sem vefurinn er hannaður í Joomla er mun fljótlegra og auðveldara að uppfæra hann og stýra röðun og flæði þeirra upplýsinga sem vefurinn geymir.

Smellið hér til að senda okkur skilaboð, athugasemdir, hrós eða annað :o)