Forsíða Fréttir Aukið afl megin vefþjóns
Aukið afl megin vefþjóns

Megin vefþjónninn okkar hefur nú verið aukinn að afli svo um munar. Að meðaltali er um fjórföldun að ræða frá því sem við höfðum almennt 2010. Viðskiptavinir okkar voru á stundum að ná yfir 90% nýtingu á því topp afli sem við áður höfðum. Sömu toppar ættu ekki að ná yfir 20% af núverandi afkastagetu. Ef að líkum lætur erum við í góðum málum með hraða vefsíðna um nokkra hríð.