Forsíða Fréttir Meiri afköst ... aftur
Meiri afköst ... aftur

Við tvöfölduðum afkastagetu megin vefþjónsins okkar síðast í apríl. Nú margföldum við afköst vefþjónsins. Við fáum tvöfalt meira innra minni, átta örgjörfa og 10 diska RAID stæðu (RAID diskar tryggja nánast 100% öryggi geymslumiðla). En meira er á leiðinni....

Með því að nýta okkur "klíkuskap" og smá þrjósku og frekju höfum við tryggt okkur eintak af einum af öflugustu tölvunum sem IBM framleiðir. Eldri útgáf af þessari vél kölluð Big Blue sigraði heimsmeistara Garry Kasparof í skák nokkrum sinnum. Vélin verður afhent okkur í lok mánaðarins ásamt námskeiði frá IBM en Nýhjeri á veg og vanda að kynningu þessarar tækni hér á landi. Vélin er um 6 sinnum öflugri en sú sem Garry Kasparof glímdi við á sínum tíma.

Þessi tölva boðaði vatnaskil varðandi getu véla til að keppa við getu mannsins í að leysa tiltekna tegund verkefna.