Forsíða Uppsetning á tölvupósti Stofnun netfangs
Stofnun netfangs Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
Netföng eru stofnuð í stjórnborðinu á vefhýsingunni (cpanel). Slóðinn inn á stjórnborðið er www.vefir.net/cpanel. Þú færð upp innskráningarglugga og setur þar inn notendanafn og lykilorð sem þér var gefið upp við skráningu vefhýsingarinnar. Stofnun netfangs er mjög einföld en í framhaldinu eru margar stillingar sem hægt er að gera umfram það að skrá netfangið. Stillingar sem hafa með ruslpóstsíun að gera og ýmislegt annað.

Efst í stjórnborðinu er rammi fyrir netfangastillingar undir E-Mail dálkinum. Netföng eru stofnuð í Manage Accounts:

 

email.accounts.gif

 

Smellið á Add Account og sláið gefið nafn í netfangið og veljið lénið sem netfangið tilheyrir auk aðgangslykils. Ef Quota er skilið eftir autt verður pósthóflið ótakmarkað þ.e. upp að mörkum þess pláss sem hýsingin þín hefur. Annars er Quota í megabætum.

Þegar netfangið hefur verið vistað má strax senda póst á það og frá því til að sjá hvort allt sé að virka rétt. Til þess að prófa er gott að nota vefviðmótið til að taka út óvissu frá öðrum tæknilegum þáttum.

Aging er notað til að láta kerfið sjálfkrafa eyða pósti sem er orðinn svo og svo gamall. Þetta virkar eingöngu á póst sem hefur verið lesinn með POP3 og þá með "leave mail on server" stillingunni.