Forsíða Uppsetning á tölvupósti Uppsetning á IMAP aðgangi
Uppsetning á IMAP aðgangi Skoða sem PDF skjal Prentvæn útgáfa Senda í tölvupóst
IMAP aðgangur að pósthólfi gefur kost á að sækja aðeins titil póstanna áður en heildar einstaka póstur er sóttur. IMAP hentar þeim vel sem vilja sjá póstinn með GSM símanum sínum þ.e. með GPRS tengingu (margir símar bjóða upp á þennan möguleika nú orðið). Einnig þeim sem vilja alltaf hafa aðgang að póstinum á vefþjóninum þó hann sé skoðaður með öðrum viðmótum héðan eða þaðan. Uppsetning á IMAP aðgangi er í raun eins og POP3 nema að merkt er við að nota IMAP. Engin munur er á stillingum á póstþjóninum. Í þessum leiðbeiningum er gert ráð fyrir að netfangið hafi þegar verið sett upp í vefhýsingunni.

Nýja póstforritið frá Microsoft, Microsoft Mail sem kemur með Vista stýrikerfinu er mjög svipað í uppsetningu og frændur þess Outlook og Outlook Express. IMAP sækir póstinn á póstþjóninum en eyðir honum ekki þaðan nema sérstaklega sé beðið um að eyða tilteknum póstum. IMAP les sjálfgefið aðeins fyrirsagnir póstsins í byrjun og sækir svo póstinn allan ef hann er opnaður. IMAP er því að vissu leiti fljótvirkara en POP3 og hentar sérstaklega vel fyrir farsíma aðgang með GPRS tengingu. Það er þó ekkert því til fyrirstöðu að nota IMAP á tölvunni þinni sérstaklega ef þú vilt ávalt hafa afrit af póstinum á póstþjóninum aðgengilegt t.d. þegar þú ert á ferðinni erlendis.

Uppsetning á netfangi í Outlook
Eftirfarandi myndir eru úr Outlook sem fylgir MS-Office, en þær eiga alveg eins við um Outlook Express og önnur póstforrit þó valmyndirnar líti aðeins öðruvísi út. Hugtökin eru þau sömu og því eru þessar leiðbeiningar nokkuð algildar fyrir IMAP aðgang að tölvupósti.

1. Veljið "E-mail accounts..." undir "Tools" valmyndinni í Outlook

2. Veljið "Add a new e-mail account" og smellið á "Next >"

 

3. Veljið "IMAP" og smellið á "Next >"

4. Sláið inn upplýsingar um netfangið eins og hér nema xxx er skipt út fyrir nafnið á léninu

Ath. að lénið getur verið eitt (t.d. netfang.com) en IMAP póstþjónninn annað (t.d. mail.xxx.vefir.net). Seinni slóðinn inniheldur oftast notendanafn í stað xxx. Við stofnun vefhýsingarinnar fékkstu slóð sem vísar alltaf á vefsvæðið þitt og er hún á forminu xxx.vefir.net. Þú sem sagt bætir "mail" fyrir framan þá slóð. Einnig má nota einfaldlega mail.vefir.net. Lykilorðið er það lykilorð sem gefið var við stofnun netfangsins (helst ekki það sama og aðgangur að stjórnborði eða öðru).

Nota má annan "Outgoing mail server (SMTP)" heldur en "Incoming mail server (IMAP)". Sem dæmi má nota postur.simnet.is ef þú ert með ADSL tengingu hjá símanum. Þetta getur flýtt fyrir sendingum frá þér.

Ef notaður er mail.xxx.vefir.net þarf að setja inn eftirfarandi stillingu undir "More Settings..."

Aðra stillingar undir "More Settings..." eru t.d. undir General. Þær eru ekki nauðsynlegar en geta hjálpað. Ef þú vilt t.d. fá svar á annað netfang en sent er frá má setja það í "Reply E-mail:". Annar texti hér er einnig valfrjáls.

 

Á neðangreindri mynd má stilla hvort kerfið opnar internet-tenginguna sjálfkrafa ef um upphringisamband er að ræða en oftast nær er þetta stillt eins og myndin sýnir.

Þegar hér er komið er uppsetningunni í raun lokið en Outlook býður upp á fjölmargar aðrar stillingar og skal hér getið einnar sem getur afgerandi áhrif á pósthólfið. Undir Advanced flipanum er möguleiki sem heitir "Leave copy of message on server". Þeir sem nota þennan möguleika þurfa að vera meðvitaðir um að pósthólfið tæmist ekki nema hinn valmöguleikinn séu notaður með þ.e. "Remove from server after x days".